Hægt er að bóka golfkennslu í bókunarvélinni eða með því að senda tölvupóst á [email protected].
Valdís Þóra er fyrrverandi atvinnumaður og margfaldur Íslandsmeistari í golfi. Valdís spilaði á Evróputúr kvenna á árunum 2017-2021 en þá lagði hún kylfurnar á hilluna vegna meiðsla. Í framhaldinu fór hún að kenna golf og var Íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis frá 2020-2023. Nú tekur hún vel á móti kylfingum í kennslu í Golfheim. Valdís er nemi í PGA golfkennaraskólanum og útskrifast vorið 2025.
Karl Ómar Karlsson er menntaður SPGA golfkennari frá Svíþjóð. Hann hefur yfir þriggja áratuga reynslu af golfkennslu og þjálfun á öllum getustigum. Kalli hefur kennt golf á Íslandi og erlendis. Hann var íþróttastjóri Leynis á árunum 2004-2015 og íþróttastjóri Keilis frá árinu 2016 til 2024. Í dag starfar Kalli sem íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur.
Hægt er að bóka staka 25 mín. eða 50 mín. kennslu á netinu en ef bóka á marga í einu skal senda tölvupóst á [email protected].
1 x 25 mín. = 7.000 kr.
1 x 50 mín. = 13.000 kr.
3 x 25 mín. = 19.000 kr. (sparar 2000 kr.)
3 x 50 mín. = 35.000 kr. (sparar 4000 kr.)
5 x 25 mín. = 31.000 kr. (sparar 4000 kr.)
5 x 50 mín. = 59.000 kr. (sparar 6000 kr.)
8 x 25 mín. = 50.000 kr. (sparar 6000 kr.)
8 x 50 mín. = 96.000 kr. (sparar 8000 kr.)
10 x 25 mín. = 62.000 kr. (sparar 8000 kr.)
10 x 50 mín. = 118.000 kr. (sparar 12.000 kr.)